Stækkaðu framtíðina leitar að fjölbreyttum hópi fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda.
Sumir krakkar þurfa fyrirmynd með svipaðan bakgrunn, til dæmis úr nærsamfélaginu, af sama uppruna eða kyni. Aðrir krakkar þurfa að hitta einhvern sem starfar við eitthvað sem þau vissu ekki að væri til eða er einmitt það sem þau hafa mestan áhuga á.
Ólík viðhorf til menntunar og starfsframa munu veita krökkunum innblástur og stækka sjóndeildarhring þeirra, og gera þau spenntari fyrir framtíðinni.
Það er einfalt að skrá sig! Með nýstárlegri tækni tengjum við þig við skóla á þínu svæði eða víðar. Sjálfboðaliðar okkar koma úr öllum geirum, frá flugstjórum til forritara, söngvara og húsasmiða, tilbúnir að deila reynslu sinni með ungu fólki.
Við leitum að fjölbreyttu fólki með ólíkan bakgrunn sem getur gefið klukkutíma á ári, hvort sem er í persónu eða á netinu. Þú velur aldurshóp og færð stuðning frá kennara til að skipuleggja heimsóknina. Ef þú hefur meiri tíma, geturðu einnig boðið nemendum leiðsögn eða starfsnám.
Þú ræður hversu margar heimsóknir þú tekur að þér, og þær geta farið fram á staðnum eða á netinu. Taktu þátt og veittu næstu kynslóð innblástur!
Það er skemmtilegt og gefandi að deila reynslu sinni með ungu fólki. Það styrkir samskiptahæfni, eykur starfsánægju og gefur nýja sýn á eigið starf. Með því að miðla þinni vegferð staðfestir þú mikilvægi menntunar og hjálpar næstu kynslóð að finna sína leið.
Þú getur haft mikil áhrif, hvort sem þú deilir þínum náms- og starfsferli í persónu eða á netinu. Ungmenni hafa oft takmarkaða sýn á möguleika sína, og fyrirmyndir þeirra mótast snemma. Þú getur hjálpað þeim að brjóta niður staðalímyndir og víkka sjóndeildarhringinn.
Það eru forréttindi að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir og við viljum tryggja að öll börn á Íslandi njóti þeirra forréttinda.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is