Stækkaðu framtíðina tengir fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu, menntun og vegferð. Þannig víkkar sjóndeildarhringur nemenda og öll ungmenni á Íslandi fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum.
Heimsóknirnar geta farið fram í skólastofunni eða í gegnum netið, sem gerir verkefnið aðgengilegt öllum.
Við leitum að fjölbreyttum sjálfboðaliðum til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Sum ungmenni þurfa fyrirmyndir með svipaðan bakgrunn á meðan önnur vilja kynnast störfum sem þau vissu ekki að væru til eða fá innblástur á sínu áhugasviði.
Ólík sjónarhorn víkka sjóndeildarhring nemenda, efla áhuga þeirra á framtíðinni og veita þeim innblástur til að fylgja draumum sínum.
Stækkaðu framtíðina er spennandi verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins sem stuðlar að því að nemendur fái jafnan aðgang að fjölbreyttum náms- og starfsvalkostum, þar sem áhugi og hæfileikar þeirra eru í forgrunni.
Með því að kynnast fjölbreyttum störfum og persónulegum sögum af vinnumarkaði fá nemendur tækifæri til að sjá nýja framtíðarmöguleika og finna aukinn áhuga á námi sínu.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Saga – Hagatorg 1
107 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
[email protected]