Stækkaðu framtíðina hvetur alla grunnskóla landsins til að taka þátt í könnuninni „Okkar framtíð“. Með henni verður Ísland fyrsta landið til að safna svörum frá nemendum í 1.–10. bekk um hvernig þau sjá framtíðina, vonir þeirra og væntingar til starfsframa og menntunar, ásamt áhrifum skóla, fjölskyldu, staðsetningar og samfélagsmiðla á framtíðarsýnina.
Stækkaðu framtíðina leitar að fjölbreyttum hópi fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda.
Sumir krakkar þurfa fyrirmynd með svipaðan bakgrunn, t.d. úr sama bæjarfélagi, af sama uppruna eða kyni. Aðrir krakkar þurfa að hitta einhvern sem starfar við eitthvað sem þau vissu ekki að væri til eða er einmitt það sem þau hafa mestan áhuga á.
Ólík viðhorf til menntunar og starfsframa munu alltaf veita krökkunum innblástur og stækka sjóndeildarhring þeirra, og gera þau spenntari fyrir framtíðinni.
Tvær aðferðir verða notaðar til að aðlaga könnunina að mismunandi aldurshópum, báðar byggðar á alþjóðlegum ramma þróuðum af rannsóknardeild Education and Employers í Bretlandi:
Teiknaðu framtíðina (1.–7. bekkur): Börnin teikna myndir af því sem þau vilja verða og svara stuttum spurningum um væntingar sínar og áhrifavalda.
Þín rödd (8.–10. bekkur): Ungmennin svara rafrænni könnun og skrifa um mikilvæg málefni. Sum þeirra munu einnig búa til myndbönd tengd þeim málefnum.
Markmið
Áhrif og ávinningur
Niðurstöðurnar munu veita innsýn í framtíðarsýn unga fólksins, gagnast við stefnumótun í menntamálum og styðja vinnumarkaðinn í að mæta starfsvæntingum þeirra. Niðurstöður bera saman væntingar við framtíðaratvinnuþróun og skoða málefni eins og heilsu, fjölskyldu, jafnrétti og samfélagslegar áskoranir.
Opinber kynning
Niðurstöður verða kynntar opinberlega ásamt sýningu á teikningum, textum og myndböndum nemenda.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is