Stækkaðu framtíðina er verkefni sem felst í að varpa ljósi á tækifæri framtíðarinnar og veita börnum og ungmennum innblástur til að verða það sem þau langar til, í samræmi við áhuga þeirra og styrkleika. Það gerum við með því að tengja fjölbreytta sjálfboðaliða af vinnumarkaði við skólastofuna. Þar segja þau nemendum frá starfi sínu og hvernig nám þeirra hefur nýst þeim.
Tilgangur verkefnisins er að börn og unglingmenni sjái tækifæri og möguleika í framtíðinni og finni fyrir auknum áhuga og tilgangi í námi sínu.
12 ára reynsla frá Bretlandi
Stækkaðu framtíðina er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future. Verkefnið hóf göngu sína í Bretlandi árið 2012 og hafa um 75.000 sjálfboðaliðar tekið þátt í því. Verkefnið er rannsóknamiðað og er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss auk þess að teygja anga sína víðar.
NýMennt (Nýsköpun og Menntasamfélag á Menntavísindasviði HÍ) heldur utan um verkefnið hér á landi en það var sett á laggirnar af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Stækkaðu framtíðina
Inspiring the future
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/Stakkahlíð 105 Reykjavík
Vissir þú að aðeins ein klukkustund af tíma þínum gæti breytt lífi ungs fólks? Að ræða við börn og ungmenni um náms- og starfsferil þinn, annað hvort í eigin persónu eða í gegnum netið, getur skipt sköpum.