Stækkaðu framtíðina varpar ljósi á tækifæri framtíðarinnar og veitir börnum og ungmennum innblástur til að fylgja sínum áhuga og styrkleikum. Með því að tengja fjölbreytta sjálfboðaliða af vinnumarkaði við skólastofur, fá nemendur að heyra hvernig nám og starfsferill hefur mótað líf þeirra.
Við viljum að nemendur sjái möguleika framtíðarinnar, fái aukinn áhuga á námi sínu og upplifi meiri tilgang í því sem þau læra.
Markmið verkefnisins er að tryggja öllum börnum og ungmennum jöfn tækifæri til að þroskast og nýta hæfileika sína til fulls.
Þetta felur í sér að öll börn og ungmenni á Íslandi:
Þannig stuðlum við að því að hver einstaklingur eigi bjarta framtíð á eigin forsendum
Stækkaðu framtíðina byggir á alþjóðlegum viðmiðum og er innblásið af árangri breska verkefnisins Inspiring the Future, sem hefur verið innleitt í löndum eins og Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Sviss. Markmið þess er að tengja nemendur við fagfólk úr ólíkum atvinnugreinum og brúa bilið milli menntunar og vinnumarkaðar.
Verkefnið veitir ungu fólki jöfn tækifæri til að kanna fjölbreyttan starfsferil, óháð bakgrunni eða búsetu. Með alþjóðlegu sjónarhorni brýtur það niður staðalímyndir, eykur námsárangur og opnar nýja framtíðarmöguleika.
NýMennt (Nýsköpun og Menntasamfélag á Menntavísindasviði HÍ) heldur utan um verkefnið á Íslandi. Það var sett á laggirnar af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is