Leiðbeinandi reglur og samþykki varðandi myndbirtingar af börnum og ungmennum fyrir verkefnið Stækkaðu framtíðina

Stækkaðu framtíðina hefur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Samkvæmt 12. grein sáttmálans skal gera börnum kleift að láta skoðun sína í ljós í málum er þau varða. Stækkaðu framtíðina starfar einnig samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðum sem eiga stoð í þeim lögum og samþykki vegna myndatöku, myndbandsupptöku og birtingu myndefnis í skólum.

Því er leitast við að fá samþykki barna fyrir notkun mynda sem teknar hafa verið af þeim af verkefninu Stækkaðu framtíðina og þar sem þau þekkjast, og sem fyrirhugað er að nota í tengslum við verkefnið, á heimasíðu, í fréttabréfum, kynningarefni eða einstök verkefni önnur. Allt myndefni er vistað á heimasvæði Stækkaðu framtíðina og notar verkefnið myndefni og myndbönd í þeim tilgangi að veita faglega innsýn í starfsemi verkefnisins og eru einungis teknar ljósmyndir og myndbönd af börnum þegar heimsóknir sjálfboðaliða í skólana fara fram og starfsfólk skólanna er á staðnum.

Persónulegar upplýsingar eru ekki sendar annað, eða til þriðja aðila, án leyfis og eru þær varðveittar sem trúnaðarmál.
Reglur okkar um myndatöku, myndbandsupptökur og birtingu myndefnis:

  • Við munum ekki tilgreina nafn eða aðrar upplýsingar um börn sem birtast í myndefni hjá okkur nema þegar um sérstakar ástæður er að ræða, eins og þegar barni langar að koma einhverju sérstöku á framfæri hvað varðar ánægju þess með verkefnið eða slíkt.
  • Starfsfólk Stækkaðu framtíðina hefur ekki heimild til að taka myndir eða myndbönd af nemendum á tæki í eigin eigu.
  • Um allar myndatökur, myndbandsupptökur og myndbirtingar skal gæta varúðar, nærgætni og góðs siðferðis og verða börn aldrei sýnd á óviðeigandi hátt.

 

Það er jafnframt viðmiðunarregla Stækkaðu framtíðina að upplýsa foreldra og leitast eftir að fá samþykki þeirra fyrir notkun mynda af börnum þeirra í ofangreindum tilgangi.

Ef upp kemur sú staða að barn og foreldri eru ósammála um notkun mynda, þá gildir eftirfarandi:

  • Ef barn neitar um birtingu og notkun myndar skal alltaf fara að vilja barns.
  • Ef barn yngra en 12 ára samþykkir birtingu en foreldri neitar ræður sjónarmið foreldris.
  • Ef barn 12 ára eða eldra samþykkir birtingu en foreldri neitar ræður sjónarmið barns.
  • Ef foreldri eða barn biður um að mynd sé tekin niður af vefnum okkar, bregðumst við strax við því.

 

Með fyrirfram þökk til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkur við að auglýsa verkefnið með því að leyfa myndbirtingar.