Tæknitröll og íseldfjöll

Verkefnið Stækkaðu framtíðina er unnið í samstarfið við breska sendiráðið á Íslandi.

Breski sendiherrann Dr Bryony Mathew er skráð sem sjálfboðaliði í „Stækkaðu framtíðina“ en hún hefur einnig verið sjálfboðaliði hjá „Inspiring the Future“ í nokkurn tíma og talað við fjölda nemenda í Bretlandi í gegnum fjarfundarbúnað. 

Bryony er einnig barnabókarithöfundur og doktor í taugavísindum, og gaf hún út bókina Tæknitröll og íseldfjöll með það að markmiði að opna augu barna fyrir starfsmöguleikum framtíðarinnar og sýna þeim hvaða störf verða meðal þeirra áhugaverðustu og mikilvægustu hér á landi á næstu 10 til 20 árum. En eins og Mathew tekur fram í bókinni munu mörg grunnskólabörn dagsins í dag vinna við störf sem ekki eru enn til í heimi sem tekur svo örum breytingum. 

Á Íslandi fer Bryony í grunnskóla víða um Ísland ásamt Sunnu Marteinsdóttur og Berglindi Jónsdóttur sem einnig starfa í sendiráðinu, en nú hafa þær hitt yfir 600 börn á landinu þar sem þær kynna bókina „Tæknitröll og íseldfjöll“ sem Bryony skrifaði fyrir íslensk börn um spennandi störf framtíðarinnar og opnar þar með heilan heim af spennandi, ólíkum og fjölbreyttum framtíðarstörfum fyrir börnum. Sérstök áhersla er á inngildingu og fjölbreytileika.

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/taeknitroll_og_iseldfjoll/39