Stækkaðu
framtíðina

Fyrirmynd
er forsenda
drauma

Verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ tengir fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu og menntun. Þannig víkkar sjóndeildarhringur nemenda og öll ungmenni á Íslandi fá tækifæri til að eiga fyrirmynd.

Play Video

Átt þú
klukkustund
til að stækka framtíðina?

Það er einfalt að taka þátt. Þú skráir þig sem sjálfboðaliða og þá getur kennari boðið þér í heimsókn. Kennarinn hjálpar þér svo að undirbúa heimsóknina þannig að þú vitir hvernig er best að haga henni og spjalla við nemendur, á hvaða aldri sem þeir eru.

Þú ræður hversu margar heimsóknir þú tekur að þér – allt eftir tíma þínum og áhuga. Heimsóknirnar geta farið fram á staðnum eða í gegnum netið.

890

Sjálfboðaliðar
hafa skráð sig

Jón Atli Benediktsson

Rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ.

Anna Helga Jónsdóttir

Tölfræðingur í Háskóla Íslands

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Lögfræðingur og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Guðmundur Óskar Helgason

Ráðherrabílstjóri

Sigurður Einarsson Mäntylä

Verðandi vöruhönnuður

Kristín Jónsdóttir

Jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri KLAK-Icelandic Startups

Fida Abu Libdeh

Framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland

Heiðdís Inga Hilmarsdóttir

Verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Krónunni

Kristinn Steinar Kristinsson

Engineering Manager for Blockchain and Infrastructure hjá CCP

Vilmundur Torfi Kristinsson

Húsasmiður og vélaverkfræðingur

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir

Yfirvísindakona hjá Carbfix.

Tryggvi Hjaltason

Greinandi hjá CCP

Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Söngkona og BA í skapandi tónlistarmiðlun við LHÍ

Ásmundur Einar Daðason

BSc í búfræði og mennta- og barnamálaráðherra

Trausti Dagsson

Forritari hjá Árnastofnun

Ingvar Örn Gíslason

Flugstjóri

Guðmundur Fertram Sigurjónsson

Forstjóri og stofnandi Kerecis

Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Framkvæmdastjóri Austurbrúar

Sævar Helgi Bragason

Vísindamiðlari, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur

Dr Bryony Anneke Mathew

Sendiherra Bretlands á Íslandi og barnabókahöfundur

Stækkaðu framtíðina

Inspiring the future

Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík

Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is

Skrá mig sem sjálfboðaliða

Vissir þú að aðeins ein klukkustund af tíma þínum gæti breytt lífi ungs fólks? Að ræða við börn og ungmenni um náms- og starfsferil þinn, annað hvort í eigin persónu eða í gegnum netið, getur skipt sköpum.   

Hversu oft gætir þú hugsað þér að taka þátt?
Hversu oft gætir þú hugsað þér að taka þátt?