Stækkaðu framtíðina

Stækkaðu framtíðina tengir fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu og menntun. Þannig víkkar sjóndeildarhringur nemenda og öll ungmenni á Íslandi fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum.

Heimsóknirnar geta farið fram í skólastofunni eða í gegnum netið, sem gerir verkefnið aðgengilegt fyrir alla.

Fyrir sjálfboðaliða

Við leitum að fjölbreyttum sjálfboðaliðum til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Sum ungmenni þurfa fyrirmyndir með svipaðan bakgrunn á meðan önnur vilja kynnast störfum sem þau vissu ekki að væru til eða fá innblástur á sínu áhugasviði.

Ólík sjónarhorn víkka sjóndeildarhring nemenda, efla áhuga þeirra á framtíðinni og veita þeim innblástur til að fylgja draumum sínum.

Fyrir skóla

Stækkaðu framtíðina er spennandi verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir og deila reynslu sinni af starfi, námi og vegferð.

Verkefnið tryggir að nemendur fái jafnan aðgang að fjölbreyttum náms- og starfsvalkostum, þar sem áhugi og hæfileikar þeirra eru í forgrunni.

Með því að kynnast fjölbreyttum störfum og persónulegum sögum úr atvinnulífinu, sjá nemendur nýja framtíðarmöguleika og fá aukinn áhuga á námi.

Sjálfboðaliðar

Ingvar Örn Gíslason

Flugstjóri

Vilmundur Torfi Kristinsson

Húsasmiður og vélaverkfræðingur

Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Söngkona og BA í skapandi tónlistarmiðlun við LHÍ

Heiðdís Inga Hilmarsdóttir

Verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Krónunni

Guðmundur Óskar Helgason

Ráðherrabílstjóri

Sævar Helgi Bragason

Vísindamiðlari, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur

Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir

Yfirvísindakona hjá Carbfix.

Ásmundur Einar Daðason

BSc í búfræði og mennta- og barnamálaráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Lögfræðingur og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Guðmundur Fertram Sigurjónsson

Forstjóri og stofnandi Kerecis

Dr Bryony Anneke Mathew

Sendiherra Bretlands á Íslandi og barnabókahöfundur

Jón Atli Benediktsson

Rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ.

Kristinn Steinar Kristinsson

Engineering Manager for Blockchain and Infrastructure hjá CCP

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri KLAK-Icelandic Startups

Fida Abu Libdeh

Framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland

Tryggvi Hjaltason

Greinandi hjá CCP

Fréttir & fróðleikur

+ Skoða allt

Ný vefgátt og vefsíða fyrir Stækkaðu framtíðina komin í loftið!

Skólaheimsóknir vorsins

Tæknitröll og íseldfjöll

Forsprakkinn Nick Chambers í heimsókn

Fólk utan höfuðborgarsvæðisins einnig hvatt til að taka þátt

Stækkaðu framtíðina í fréttum