Verkefnið „Stækkaðu framtíðina“ tengir fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins til að segja nemendum frá starfi sínu og menntun. Þannig víkkar sjóndeildarhringur nemenda og öll ungmenni á Íslandi fá tækifæri til að eiga fyrirmynd.
Það er einfalt að taka þátt. Þú skráir þig sem sjálfboðaliða og þá getur kennari boðið þér í heimsókn. Kennarinn hjálpar þér svo að undirbúa heimsóknina þannig að þú vitir hvernig er best að haga henni og spjalla við nemendur, á hvaða aldri sem þeir eru.
Þú ræður hversu margar heimsóknir þú tekur að þér – allt eftir tíma þínum og áhuga. Heimsóknirnar geta farið fram á staðnum eða í gegnum netið.
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is
Vissir þú að aðeins ein klukkustund af tíma þínum gæti breytt lífi ungs fólks? Að ræða við börn og ungmenni um náms- og starfsferil þinn, annað hvort í eigin persónu eða í gegnum netið, getur skipt sköpum.