Könnunin Okkar framtíð veitir okkur innsýn í drauma, markmið og væntingar barna og ungmenna á Íslandi.
Við biðjum alla grunnskóla landsins að taka þátt og veita öllum sínum nemendum í 1.-10.bekk tækifæri til að tjá sig um framtíð sína og segja frá því sem skiptir þau máli.
Við viljum heyra frá öllum börnum og ungmennum – því hugmyndir þeirra, vonir og áskoranir eru lykillinn að því að skapa betri framtíð fyrir okkur öll.
Hér að neðan eru leiðbeiningar um það hvernig þinn skóli getur tekið þátt.
Skemmtileg og skapandi könnun fyrir yngri nemendur þar sem þau teikna draumastarfið sitt og svara laufléttum spurningum.
Könnunin er ekki persónurekjanleg, er nafnlaus og niðurstöður munu birtast án samanburðar á milli skóla eða nemenda.
Leiðbeiningar:
Af hverju að taka þátt?
Rafræn könnun sem gefur nemendum í 8.–10. bekk tækifæri til að tjá sig um framtíðarsýn sína, áhugamál og væntingar til framtíðar.
Könnunin er ekki persónurekjanleg, hún er nafnlaus og niðurstöður verða birtar opinberlega án samanburðar á milli skóla eða nemenda.
Leiðbeiningar:
Hvað felur könnunin í sér?
Af hverju að taka þátt?
Markmið
Áhrif og ávinningur
Niðurstöðurnar hjálpa okkur að skilja betur hvað unga fólkið vill gera í framtíðinni. Þær nýtast við stefnumótun verkefnisins Stækkaðu framtíðina og nýtist stjórnvöldum í stefnumótun. Einnig aðstoðar hann vinnumarkaðinn við að átta sig betur á því hvaða störf verða eftirsótt í framtíðinni.
Opinber kynning
Niðurstöðurnar verða kynntar opinberlega ásamt skemmtilegri sýningu á teikningum, textum og myndböndum frá nemendum.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Saga – Hagatorg 1
107 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
[email protected]