Okkar framtíð

Könnunin Okkar framtíð gefur einstaka innsýn í drauma, markmið og væntingar ungs fólks á Íslandi.

Við hvetjum alla grunnskóla landsins að taka þátt og gefa öllum nemendum í 1.-10.bekk tækifæri til að tjá sig um framtíð sína og segja frá því sem skiptir þau mestu máli.

Við viljum heyra frá öllum börnum og ungmennum – því hugmyndir þeirra, vonir og áskoranir eru lykillinn að því að skapa betri framtíð fyrir okkur öll.

Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig þinn skóli getur tekið þátt.

1. - 7. bekkur

Skemmtilegt og skapandi verkefni fyrir yngri nemendur þar sem þau fá að teikna draumastarfið sitt og segja frá því sem skiptir þau máli.

Leiðbeiningar:

  • Sæktu könnunina: Sækja PDF hér
  • Prentaðu könnunina báðum megin svo hver nemandi fái eitt blað.
  • Leggðu verkefnið fyrir í kennslustund (um 15 mínútur)
  • Biddu nemendur að vanda sig vel og teikna fallegar myndir í lit sem gætu mögulega endað á sýningu.
  • Skilaðu verkefnunum með því að skanna þau inn og senda í tölvupósti eða sendu verkefnablöðin í pósti:
    • netfang: info@staekkaduframtidina.is
    • póstur: Stækkaðu framtíðina – Nýmennt, Menntavísindasvið HÍ, Stakkahlíð, 105 Reykjavík


Af hverju að taka þátt?

  • Nemendur fá tækifæri til að láta í ljós drauma sína.
  • Kennarar fá innsýn í áhuga og viðhorf nemenda.
  • Verkefnið getur tengt skólastarf við framtíðarmöguleika nemenda.

8. - 10. bekkur

 Rafræn könnun sem gefur nemendum í 8.–10. bekk tækifæri til að tjá sig um framtíðarsýn sína, áhugamál og væntingar til framtíðar.

Leiðbeiningar:

  • Deildu eftirfarandi hlekk með nemendum: Könnunin Þín rödd
  • Nemendur svara könnuninni á 5–10 mínútum eða lengur ef þeir vilja.
  • Könnunin er nafnlaus og ekki persónurekjanleg.


Hvað felur könnunin í sér?

  • 17 stuttar spurningar með reitum til að merkja við.
  • 4 opnar spurningar þar sem nemendur geta tjáð sig nánar.

Könnunin er ekki persónurekjanleg, hún er nafnlaus og niðurstöður verða birtar opinberlega án samanburðar á milli skóla eða nemenda.

Hvers vegna?

Markmið

  • Kortleggja starfsvæntingar barna og ungmenna á Íslandi.
  • Greina áhrif samfélagsmiðla og annarra þátta á vonir og væntingar.
  • Skilja lykilmálefni sem skipta unga fólkið máli.
  • Meta mismun eftir staðsetningu og bakgrunni.
  • Skoða hvaða námsgreinar vekja áhuga og tengjast framtíðaráformum.
  • Hjálpa ungu fólki að sjá þau tækifæri sem eru til staðar.
  • Greina samræmi væntinga unga fólksins við efnahagslegar þarfir Íslands.

 

Áhrif og ávinningur

Niðurstöðurnar munu veita innsýn í framtíðarsýn unga fólksins, gagnast við stefnumótun í menntamálum og styðja vinnumarkaðinn í að mæta starfsvæntingum þeirra. Niðurstöður bera saman væntingar við framtíðaratvinnuþróun og skoða málefni eins og heilsu, fjölskyldu, jafnrétti og samfélagslegar áskoranir.

Opinber kynning

Niðurstöður verða kynntar opinberlega ásamt sýningu á teikningum, textum og myndböndum nemenda.