Könnunin Okkar framtíð gefur innsýn í drauma, markmið og væntingar barna og ungmenna á Íslandi.
Við hvetjum alla grunnskóla landsins að taka þátt og veita öllum nemendum í 1.-10.bekk tækifæri til að tjá sig um framtíð sína og segja frá því sem skiptir þau máli.
Við viljum heyra frá öllum börnum og ungmennum – því hugmyndir þeirra, vonir og áskoranir eru lykillinn að því að skapa betri framtíð fyrir okkur öll.
Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvernig þinn skóli getur tekið þátt.
Skemmtilegt og skapandi verkefni fyrir yngri nemendur þar sem þau teikna draumastarfið sitt og svara laufléttum spurningum.
Könnunin er ekki persónurekjanleg, hún er nafnlaus og niðurstöður munu birtast án samanburðar á milli skóla eða nemenda.
Leiðbeiningar:
Af hverju að taka þátt?
Teiknaðu framtíðina er skemmtileg könnun sem okkur hér í skólanum langar að framkvæma. Markmiðið er að styðja við verkefnið Stækkaðu framtíðina með því að fá betri mynd af draumum og hugmyndum barna um störf í framtíðinni og að gefa kennurum tækifæri til að auðga kennsluna enn frekar.
Nemendur munu teikna mynd af draumastarfinu sínu og svara nokkrum einföldum spurningum. Kennarinn útskýrir verkefnið fyrir þeim og gefur um 15-20 mínútur til að teikna á A4 blað. Teikningarnar verða síðan skannaðar til úrvinnslu. Ef þú eða barnið þitt viljið ekki að teikningarnar verði skannaðar, vinsamlegast látið kennarann vita.
Samantekt á niðurstöðum verða birtar opinberlega, en teikningarnar verða nafnlausar og ekki hægt að rekja þær til einstakra nemenda.
Þátttaka er valfrjáls og engar áhættur fylgja könnuninni, þar sem hún verður lögð fyrir sem hluti af reglulegu skólastarfi.
Rafræn könnun sem gefur nemendum í 8.–10. bekk tækifæri til að tjá sig um framtíðarsýn sína, áhugamál og væntingar til framtíðar.
Könnunin er ekki persónurekjanleg, hún er nafnlaus og niðurstöður verða birtar opinberlega án samanburðar á milli skóla eða nemenda.
Leiðbeiningar:
Hvað felur könnunin í sér?
Af hverju að taka þátt?
Þín rödd er skemmtileg könnun sem við í skólanum viljum leggja fyrir nemendur í 8.–10. bekk. Markmiðið er að styðja við verkefnið Stækkaðu framtíðina með því að fá betri mynd af áhuga ungmenna á störfum og starfsvali í framtíðinni. Þetta gefur kennurum einnig tækifæri til að auðga kennsluna enn frekar.
Nemendur fá tækifæri til að svara einföldum spurningum um draumastörf sín og hvaðan þeir fá hugmyndir sínar. Kennarinn útskýrir könnunina fyrir þeim og gefur um 15 mínútur til að svara. Könnunin er nafnlaus og safnar engum persónuupplýsingum nema aldurs og kyns. Ef þú eða barnið þitt viljið ekki taka þátt, vinsamlegast látið kennarann vita.
Samantekt á niðurstöðum verður birt opinberlega, en ekki verður hægt að rekja einstök svör til nemenda.
Þátttaka er valfrjáls og engar áhættur fylgja könnuninni, þar sem hún verður lögð fyrir sem hluti af reglulegu skólastarfi.
Markmið
Áhrif og ávinningur
Niðurstöðurnar hjálpa okkur að skilja betur hvað unga fólkið vill gera í framtíðinni. Þær nýtast við stefnumótun verkefnisins Stækkaðu framtíðina og hafa mögulega getur vinnumarkaðurinn áttað sig betur á því hvaða störf verða eftirsótt.
Opinber kynning
Niðurstöðurnar verða kynntar opinberlega ásamt skemmtilegri sýningu á teikningum, textum og myndböndum frá nemendum.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is