Stækkaðu framtíðina hvetur alla grunnskóla landsins að taka þátt í könnuninni „Okkar framtíð“. Með henni verður Ísland fyrsta landið til að safna svörum frá nemendum í 1.–10. bekk um hvernig þau sjá framtíðina, vonir þeirra og væntingar til starfsframa og menntunar, ásamt áhrifum skóla, fjölskyldu, staðsetningar og samfélagsmiðla á framtíðarsýnina.
Tvær aðferðir verða notaðar til að aðlaga könnunina að mismunandi aldurshópum, báðar byggðar á alþjóðlegum ramma þróuðum af rannsóknardeild Education and Employers í Bretlandi:
Teiknaðu framtíðina (1.–7. bekkur): Börnin teikna myndir af því sem þau vilja verða og svara stuttum spurningum um væntingar sínar og áhrifavalda.
Þín rödd (8.–10. bekkur): Ungmennin svara rafrænni könnun og skrifa um mikilvæg málefni. Sum þeirra munu einnig búa til myndbönd tengd þeim málefnum.
Markmið
Áhrif og ávinningur
Niðurstöðurnar munu veita innsýn í framtíðarsýn unga fólksins, gagnast við stefnumótun í menntamálum og styðja vinnumarkaðinn í að mæta starfsvæntingum þeirra. Niðurstöður bera saman væntingar við framtíðaratvinnuþróun og skoða málefni eins og heilsu, fjölskyldu, jafnrétti og samfélagslegar áskoranir.
Opinber kynning
Niðurstöður verða kynntar opinberlega ásamt sýningu á teikningum, textum og myndböndum nemenda.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is