Okkar framtíð

Könnunin Okkar framtíð veitir okkur innsýn í drauma, markmið og væntingar barna og ungmenna á Íslandi.

Við biðjum alla grunnskóla landsins að taka þátt og veita öllum sínum nemendum í 1.-10.bekk tækifæri til að tjá sig um framtíð sína og segja frá því sem skiptir þau máli.

Við viljum heyra frá öllum börnum og ungmennum – því hugmyndir þeirra, vonir og áskoranir eru lykillinn að því að skapa betri framtíð fyrir okkur öll.

Hér að neðan eru leiðbeiningar um það hvernig þinn skóli getur tekið þátt.

1. - 7. bekkur

Skemmtileg og skapandi könnun fyrir yngri nemendur þar sem þau teikna draumastarfið sitt og svara laufléttum spurningum.

Könnunin er ekki persónurekjanleg, er nafnlaus og niðurstöður munu birtast án samanburðar á milli skóla eða nemenda.

Leiðbeiningar:

  • Sæktu könnunina: Sækja PDF hér
  • Prentaðu könnunina báðum megin svo hver nemandi fái eitt blað.
  • Leggðu verkefnið fyrir í kennslustund (um 15 mínútur)
  • Biddu nemendur að vanda sig vel og teikna fallegar myndir í lit sem gætu mögulega endað á myndlistarsýningu eða í auglýsingum.
  • Skilaðu verkefnunum með því að skanna þau inn og senda með tölvupósti eða sendu verkefnablöðin í pósti (við sækjum gjarnan á höfuðborgarsvæðinu):
    • netfang: [email protected]
    • póstur: Stækkaðu framtíðina – Nýmennt, Menntavísindasvið HÍ, Saga – Hagatorg 1, 107 Reykjavík


Af hverju að taka þátt?

  • Nemendur fá tækifæri til að láta í ljós drauma sína.
  • Kennarar fá innsýn í áhuga og viðhorf nemenda.
  • Verkefnið getur tengt skólastarf við framtíðarmöguleika nemenda.

Upplýsingabréf skóla til foreldra

8. - 10. bekkur

Rafræn könnun sem gefur nemendum í 8.–10. bekk tækifæri til að tjá sig um framtíðarsýn sína, áhugamál og væntingar til framtíðar.

Könnunin er ekki persónurekjanleg, hún er nafnlaus og niðurstöður verða birtar opinberlega án samanburðar á milli skóla eða nemenda.

Leiðbeiningar:

  • Deildu eftirfarandi hlekk með nemendum: Könnunin Þín rödd
  • Nemendur svara könnuninni á 10 mínútum eða lengur ef þeir vilja.


Hvað felur könnunin í sér?

  • 17 stuttar spurningar með reitum til að merkja við.
  • 4 opnar spurningar þar sem nemendur geta tjáð sig nánar.

Af hverju að taka þátt?

  • Nemendur fá tækifæri til að láta í ljós drauma sína.
  • Kennarar fá innsýn í áhuga og viðhorf nemenda.
  • Könnunin getur tengt skólastarf við framtíðarmöguleika nemenda.

 

Upplýsingabréf skóla til foreldra

Hvers vegna?

Markmið

  • Fá betri mynd af því hvað börn og ungmenni á Íslandi langar að verða þegar þau verða stór.
  • Skoða hvernig samfélagsmiðlar og aðrir þættir hafa mögulega áhrif á vonir og væntingar þeirra.
  • Koma auga á það sem skiptir unga fólkið mestu máli.
  • Skoða hvort staðsetning og bakgrunnur hafi áhrif á framtíðardrauma.
  • Finna út hvaða námsgreinar vekja áhuga og hvernig þær tengjast framtíðaráformum.
  • Hjálpa ungu fólki að sjá hvaða tækifæri eru í boði.
  • Athuga hvort draumastörf unga fólksins passi við það sem íslenskt atvinnulíf þarf.

 

Áhrif og ávinningur

Niðurstöðurnar hjálpa okkur að skilja betur hvað unga fólkið vill gera í framtíðinni. Þær nýtast við stefnumótun verkefnisins Stækkaðu framtíðina og nýtist stjórnvöldum í stefnumótun.  Einnig aðstoðar hann vinnumarkaðinn við að átta sig betur á því hvaða störf verða eftirsótt í framtíðinni.

Opinber kynning

Niðurstöðurnar verða kynntar opinberlega ásamt skemmtilegri sýningu á teikningum, textum og myndböndum frá nemendum.