Stækkaðu
framtíðina

Opnum augu þeirra fyrir
tækifærum framtíðarinnar

Markmið verkefnisins er að opna augu nemenda fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi.

Að eiga sér drauma og framtíðarsýn hjálpar ungmennum að sjá virði í því sem þau eru að læra, og það eykur ánægju þeirra og seiglu í námi.

„Mig langar til að verða fréttamaður og ef ég myndi hitta fréttamann þá gæti ég spurt hann um ráð og svoleiðis.“

„Fyrirmynd er einhver sem að gefur okkur ástæðu af hverju við erum að gera það sem við erum að gera.“

„Krakkar halda kannski að það sé bara ein vinna, en svo opna þau hugann fyrir öðrum hlutum.“

Einfalt kerfi
sem hjálpar
kennurum að finna sjálfboðaliða

Stækkaðu framtíðina hjálpar kennurum og starfsfólki skólanna að finna sjálfboðaliða til að koma í heimsókn í skólann.

Vefkerfi verkefnisins er í þróun en mun virka þannig að kennari stofnar aðgang og kemst þá inn á upplýsingavef þar sem hægt er að skoða sjálfboðaliða eftir ýmsum breytum, t.d. námi, störfum og bakgrunni. Einnig verður hægt að setja upp viðburð og óska eftir því að áhugasamir sjálfboðaliðar taki þátt.

Þetta kerfi verður tilbúið haustið 2024 þegar verkefnið fer af stað í skólum landsins.

Starfskynningar
auka skuldbindingu
til náms

Rannsóknir sýna að starfskynningar hafa jákvæð áhrif á nemendur. Heimsókn frá ólíkum hópi fólks af vinnumarkaði víkkar sjóndeildarhring nemenda, ögrar staðalímyndum og hvetur þau til að sækjast
eftir því sem þau hafa áhuga á í framtíðinni. Þannig getur áhugi þeirra á námi
aukist, sem svo eykur sjálfstraust þeirra og skuldbindingu til náms og brottfall
minnkar.

Stækkaðu framtíðina

Inspiring the future

Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík

Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is

Skrá mig sem sjálfboðaliða

Vissir þú að aðeins ein klukkustund af tíma þínum gæti breytt lífi ungs fólks? Að ræða við börn og ungmenni um náms- og starfsferil þinn, annað hvort í eigin persónu eða í gegnum netið, getur skipt sköpum.   

Hversu oft gætir þú hugsað þér að taka þátt?
Hversu oft gætir þú hugsað þér að taka þátt?