Stækkaðu
framtíðina

Hver var
það sem
hafði áhrif
á þig?

Stækkaðu framtíðina leitar að fjölbreyttum hópi fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda.

Sumir krakkar þurfa fyrirmynd með svipaðan bakgrunn, t.d. úr sama bæjarfélagi, af sama uppruna eða kyni. Aðrir krakkar þurfa að hitta einhvern sem starfar við eitthvað sem þau vissu ekki að væri til eða er einmitt það sem þau hafa mestan áhuga á.

Ólík viðhorf til menntunar og starfsframa munu alltaf veita krökkunum innblástur og stækka sjóndeildarhring þeirra, og gera þau spenntari fyrir framtíðinni.

„Við viljum fá hugmyndir um allt sem er hægt að verða.“

„É́g er t.d. með hreim og tala öðruvisi og finnst það geggjað en það skiptir líka máli að sjá aðra eins og mann sjálfan.“

„Ég væri til í að fá fleira fólk til að kynna störfin sín, þá get ég byrjað að hugsa um hvað ég ætla að leggja mig fram við.“


Átt þú klukkustund
til að stækka framtíðina?

Það er einfalt að taka þátt. Þú skráir þig sem sjálfboðaliða og þá getur kennari boðið þér í heimsókn.

Kennarinn hjálpar þér svo að undirbúa heimsóknina þannig að þú vitir hvernig er best að haga henni og spjalla við nemendur, á hvaða aldri sem þeir eru.

Þú ræður hversu margar heimsóknir þú tekur að þér – allt eftir tíma þínum og áhuga.

840

Sjálfboðaliðar
hafa skráð sig

Trausti Dagsson

Forritari hjá Árnastofnun

Dr Bryony Anneke Mathew

Sendiherra Bretlands á Íslandi og barnabókahöfundur

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Lögfræðingur og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Ásmundur Einar Daðason

BSc í búfræði og mennta- og barnamálaráðherra

Guðmundur Óskar Helgason

Ráðherrabílstjóri

Sævar Helgi Bragason

Vísindamiðlari, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur

Guðmundur Fertram Sigurjónsson

Forstjóri og stofnandi Kerecis

Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Framkvæmdastjóri Austurbrúar

Kristín Jónsdóttir

Jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni

Vertu
fyrirmyndin
sem þú
hefðir þurft á að halda

Áhrifamikill þáttur í vali fólks á menntun og starfi eru fyrirmyndir sem þau höfðu í æsku. Svo að hvert ungmenni geti fundið menntun og starf þar sem það blómstrar þurfa þau að kynnast ólíkum leiðum að mismunandi störfum frá fjölbreyttum hópi fólks.

Það eru forréttindi að eiga fjölbreyttar fyrirmyndir, og við viljum veita öllum börnum á Íslandi þau forréttindi.

Stækkaðu framtíðina

Inspiring the future

Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík

Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is

Skrá mig sem sjálfboðaliða

Vissir þú að aðeins ein klukkustund af tíma þínum gæti breytt lífi ungs fólks? Að ræða við börn og ungmenni um náms- og starfsferil þinn, annað hvort í eigin persónu eða í gegnum netið, getur skipt sköpum.   

Hversu oft gætir þú hugsað þér að taka þátt?
Hversu oft gætir þú hugsað þér að taka þátt?