Stækkaðu framtíðina er fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Það felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir og kynna störf sín, bakgrunn og segja frá því hvernig nám þeirra hefur nýst þeim.
Markmið verkefnisins er að opna augu nemenda fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi.
Að eiga sér drauma og framtíðarsýn hjálpar ungmennum að sjá virði í því sem þau eru að læra, og það eykur ánægju þeirra og seiglu í námi.
Það er einfalt að skrá sig í gáttina okkar. Með nýstárlegri tækni geta kennarar, náms- og starfsráðgjafar og aðrir starfsmenn skólanna tengst sjálfboðaliðum um land allt. Eftir skráningu er auðvelt að finna sjálfboðaliða og skipuleggja heimsókn, hvort sem hún er á staðnum eða á netinu.
Skólarnir fá einnig aðgang að stuðningsefni eins og undirbúningspunktum, kennsluáætlunum og verkefnablöðum, sem gera heimsóknina bæði fræðandi og skemmtilega.
a. Farðu á https://staekkaduframtidina.is/skraning/
b. Smelltu á Kennarar og náms- og starfsráðgjafar
c. Sláðu inn nafn þitt og netfang og smelltu á „Skrá mig“.
d. Nú færð þú færð tölvupóst með innskráningarupplýsingum. Opnaðu tölvupóstinn og fylgdu leiðbeiningunum.
a. Þegar þú hefur skráð þig inn í vefgáttin byrjaðu á því að fylla út prófílinn þinn. Ef þú klárar ekki að fylla út prófílinn getur þú ekki boðið sjálfboðaliðum í heimsókn né haft samband við þá.
b. Nú getur þú skoðað skráða sjálfboðaliða og leitað að þeim eftir starfsgrein o.fl. en athugið að ekki er hægt að hafa samband við sjálfboðaliða fyrr en búið að er stofna viðburð/heimsókn.
a. Smelltu á Stofna viðburð hnappinn sem þú finnur annaðhvort í „Mælaborð“ eða „Viðburðir“ á stikunni vinstri.
b. Fylltu inn:
a. Smelltu á viðburðinn sem þú hefur stofnað:
b. Í „samskipti“ getið þið haft samskipti ykkar á milli sem birtast síðan í skilaboðaskjóðunni.
Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að kynna störf sín, deila bakgrunni sínum og útskýra hvernig nám þeirra hefur nýst í starfi. Heimsóknirnar geta farið fram á staðnum eða í gegnum netið.
Markmið verkefnisins er að tryggja öllum börnum og ungmennum á Íslandi jöfn tækifæri til að þroskast og nýta hæfileika sína. Þetta felur í sér að öll börn og ungmenni á Íslandi:
Þannig stuðlar verkefnið að því að hver einstaklingur eigi bjarta framtíð á eigin forsendum.
Ungt fólk mótar snemma staðalímyndir um nám, störf og framtíðina. Mikilvægt er að brjóta niður þessar staðalímyndir með því að kynna þau fyrir fjölbreyttu fólki úr ólíkum störfum og með mismunandi bakgrunn.
Nemendur sjá oft ekki tengslin milli náms og notkunar þess á vinnumarkaði. Við viljum breyta því. Þegar nemendur átta sig á hvernig námið opnar dyr að framtíðartækifærum eykst áhugi þeirra og vilji til að ná árangri í námi.
.
1.-4. bekkur | 5.-7. bekkur |
---|---|
Kynnið nemendum fjölbreytt störf til að víkka sjóndeildarhring þeirra og ögra staðalímyndum:
| Haldið áfram að kynna nemendum fjölbreytt störf og starfsgreinar:
|
8.-10. bekkur | Framhaldsskólar |
---|---|
Styðjið nemendur við að velja valfög og undirbúa sig fyrir framtíðarstörf:
| Undirbúið nemendur fyrir næstu skref eftir framhaldsskóla og hvetjið til árangurs í námi:
|
Nýtið ykkur icould.com vefsíðuna sem býður upp á fjölda myndbanda um mismunandi störf. Athugið að allt efnið er á ensku, sem getur einnig styrkt enskukunnáttu nemenda.Myndböndin má nota í kennslustundum eða sem heimaverkefni.Hvetjið nemendur til að skoða og rannsaka mismunandi störf og starfsgreinar á síðunni. Þetta getur verið frábær undirbúningur fyrir heimsóknir sjálfboðaliða eða eftirfylgni til að dýpka skilning á starfi.Leitarvélin á icould.com er mjög gagnleg. Biðjið nemendur að nota hana til að finna störf sem tengjast námsgreinum eða áhugamálum þeirra.
Byrjaðu með einum sjálfboðaliða og bættu fleirum við eftir þörfum. Biddu sjálfboðaliðann um að útskýra hvernig hann nýtir námsgreinina í starfi sínu ef tengingin er ekki augljós.
Skipuleggðu verkefni eða leiki fyrir hverja grein og einblíndu á eina í einu.
Hvettu sjálfboðaliðana til að ræða bæði færni og hæfni sem tengist námsgreininni.
Sjálfboðaliðar úr fjölbreyttum starfsgreinum geta sýnt hvernig þeir nýta námsgreinar skólanna í starfi sínu.
Stærðfræði | Íslenska |
---|---|
Verkfræðingur: Útreikningar á hönnun og byggingum. Arkitekt: Mælingar og rýmisútreikningar. Smiður: Nákvæmni í stærðum og formum. Endurskoðandi: Fjárhagsútreikningar og bókhald. Lyfjafræðingur: Reiknar skammta og efnasamsetningar. Megindlegur rannsakandi: Tölfræðigreining. Sölustjóri: Sölutölur, hagnaður og markaðsáætlanir. Bankastarfsmaður: Fjármálastjórnun og lánareikningar. Gögn og greiningar: Tölfræði og gagnagreining fyrir ákvarðanir. | Rithöfundur: Skapandi skrif. Fréttamaður: Skrifar fréttir og kemur upplýsingum skýrt á framfæri. Bókasafnsfræðingur: Miðlun upplýsinga og gagna. Leikari: Notar íslensku í leiktexta og túlkun. Útgefandi: Ritstjórn og útgáfa texta. Handritshöfundur: Skrifar handrit fyrir leikrit, kvikmyndir eða sjónvarp. Samskiptastjóri: Samskipti við fjölmiðla og almenning. Markaðsstjóri: Textagerð fyrir auglýsingar og markaðsefni. Aðstoðarmaður ritstjóra: Ritstjórn og yfirferð texta. |
Vísindi | List- og verkgreinar |
---|---|
Byggingafræðingur: Notar eðlisfræði og efnafræði í byggingarefni og hönnun. Verkfræðingur: Hönnun og þróun með vísindalegum aðferðum. Arkitekt: Tryggir styrkleika bygginga með vísindum. Lyfjafræðingur: Notar efnafræði og líffræði í lyfjaþróun. Heilbrigðisstarfsmaður: Notar lífeðlisfræði og líffræði til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Hönnuður: Notar efnafræði og efnisfræði til að hanna nýja hluti. Úrgangsstjóri: Beitir sjálfbærum og vísindalegum aðferðum í úrgangsstjórnun. Sjálfbærnisérfræðingur: Notar vísindi til að þróa umhverfisvænar lausnir. Garðyrkjufræðingur: Notar grasafræði fyrir umhirðu plantna. Umhverfissérfræðingur: Notar vísindi til að rannsaka vistkerfi og náttúruvernd. Dýralæknir: Notar líffræði til að meðhöndla dýr. Örverufræðingur: Rannsakar örverur með líffræði. Sjávarlíffræðingur: Rannsakar lífríki sjávar og áhrif þess á umhverfið | Arkitekt: Skapandi hönnun bygginga. Hönnuður: Hönnun vöru, fatnaðar eða innréttinga. Listmálari: Listsköpun og málverk. Listamaður: Tjáning hugmynda í ýmsum formum. Ljósmyndari: Fangar augnablik með ljósmyndum. Kvikmyndagerðarmaður: Sköpun kvikmynda og sagna. Teiknari: Skapandi teikning og myndsköpun. Grafískur hönnuður: Hönnun fyrir vefi, prentefni og auglýsingar. Fjölmiðlafulltrúi: Skapandi miðlun upplýsinga. Tónlistarmaður: Sköpun og flutningur tónlistar. Leikari: Túlkun hlutverka í leiklist og kvikmyndum. Hljóð- og ljósamaður: Tækni og skapandi útfærsla hljóðs og ljóss. Smiður: Hönnun og vinnsla trévinnu og bygginga. Klæðskeri: Hönnun og framleiðsla fata. Matreiðslumaður: Skapandi eldamennska og framsetning matar. Þrívíddarhönnuður: Hönnun þrívíddarlíkana fyrir kvikmyndir, leiki eða prentun. Rithöfundur: Skapandi skrif fyrir skáldsögur, leikrit eða greinar. Tónskáld: Samsetning og sköpun tónlistar. |
Samfélagsfræði | Íþróttir |
---|---|
Sýningarstjóri: Setur upp sögutengdar sýningar og miðlar menningararfi. Fornleifafræðingur: Rannsakar menningarminjar og mannkynssögu. Sagnfræðingur: Rannsakar, skrifar og miðlar þekkingu um sögulega atburði. Safnafræðingur: Vinnur með söguleg gögn og sýningar á söfnum. Heimspekingur: Rannsakar hugmyndir um tilgang lífsins, þekkingu og réttlæti. | Þjálfari: Þjálfar og leiðbeinir íþróttafólki, nýtir þjálfunarfræði. Íþróttafréttamaður: Fjallar um íþróttaviðburði og gerir greiningar. Sjúkraþjálfari: Aðstoðar við endurheimt hreyfigetu með þjálfun. Næringarfræðingur: Ráðleggur um næringu til að hámarka árangur. |
Upplýsingatækni | Tungumál |
---|---|
Tölvunarfræðingur: Vinnur með gagnavinnslu, netkerfi og upplýsingakerfi. Forritari: Skrifar og þróar forrit með forritunarmálum. Hugbúnaðarsérfræðingur: Hönnun og þróun hugbúnaðarlausna. Tæknimaður: Sér um uppsetningu og viðhald tölvukerfa og búnaðar. | Viðskiptafræðingur: Samskipti við alþjóðlega samstarfsaðila og viðskiptavini. Opinber starfsmaður: Samskipti við fjölbreyttan hóp innanlands og erlendis. Þýðandi: Þýðir texta milli tungumála, allt frá bókum til lagatexta. Utanríkisþjónusta: Diplómatísk samskipti milli landa þar sem tungumálakunnátta er lykilatriði. Alþjóðatengill: Samskipti og tengsl milli ólíkra landa og menningarheima. |
Mikilvægt er að skipuleggja heimsóknir sjálfboðaliða vel með skýr markmið í huga til að hámarka árangur. Heimsóknirnar ættu að vera gagnvirkar og áhugaverðar þar sem nemendur taka virkan þátt með spurningum og frásögn. Það er í höndum kennara, náms- og starfsráðgjafa og annars starfsfólks skólanna að ákveða hver markmið heimsókna eru.
Að efla metnað og áhuga nemenda á námi Nemendur ættu að kynnast fólki úr mismunandi starfsgreinum til að víkka sjóndeildarhringinn. Þegar þau sjá hvernig námið nýtist, eykst áhugi þeirra á að ná árangri.
Tengingar við námsgreinar Að tengja námið við raunverulegt líf eykur skilning nemenda á námsgreinum. Sjálfboðaliðar geta aukið áhuga með því að sýna tengsl milli skólaverkefna og raunverulegra starfa.
Staðalímyndir Kynning á fjölbreyttum fyrirmyndum, sérstaklega í STEM-greinum, eyðir staðalímyndum og opnar dyr að nýjum tækifærum.
Tímabil breytinga Reynslusögur sjálfboðaliða veita innblástur til að þróa hæfni eins og seiglu og sjálfstraust, sem undirbýr nemendur fyrir breytingar í námi og starfi.
Persónuleg færni Að skilja mikilvægi persónulegrar færni hjálpar nemendum að skoða eigin styrkleika og veikleika. Dæmi um hvernig þessi færni nýtist í störfum sýna hversu mikilvægt er að þróa hana.
Til að heimsóknin gangi sem best er mælt með að undirbúa hana í samtali við sjálfboðaliðann með viku fyrirvara. Gott er að fara yfir skipulag og tryggja að sjálfboðaliðinn og heimsóknin séu vel undirbúin. Þetta gefur einnig tækifæri til að svara spurningum og yfirfara tæknileg atriði ef heimsóknin fer fram á netinu. Góður undirbúningur tryggir að heimsóknin verði áhrifarík og eftirminnileg.
Helstu atriði til að fara yfir saman | Hvað þarf sjálfboðaliðinn að undirbúa? |
---|---|
Markmið heimsóknar – hvaða markmið hefur heimsóknin og hvernig tengist það nemendum? Aldur og fjöldi nemenda – hvað eru margir nemendur og á hvaða aldri eru þeir? Staðsetning – verður heimsóknin í skólastofu, sal eða á netinu? Innihald og form – Hvernig verður heimsóknin uppbyggð, t.d. sem kynning eða leikur? Þema – er sérstök áhersla á tiltekna starfsgrein eða námsgrein? Tími og lengd – hvenær fer heimsóknin fram og hversu lengi varir hún? Móttaka og skipulag – hver tekur á móti sjálfboðaliðanum og hver er á staðnum? Sérþarfir – eru einhverjar sérstakar þarfir sem þarf að huga að? Samskiptaleiðir – tryggið að hægt sé að ná í hvort annað á heimsóknardaginn. | Sjálfboðaliðinn ætti að undirbúa fræðandi og áhugaverða kynningu fyrir nemendur sem inniheldur t.d.: Starfsferill og starf – lýsing á starfsferli og núverandi starfi. Innblástur og fyrirmyndir – deila fyrirmyndum eða innblæstri sem hafði áhrif á starfsval. Grípandi staðreyndir – koma með óvæntar staðreyndir (VÁ!) um starfsgreinina til að vekja áhuga. Daglegt starf – útskýra dæmigerð verkefni og hvernig dagur í starfinu lítur út. Persónulegar reynslusögur – deila sögum úr starfinu til að veita innsýn í það. Færni og nám – lýsa þeirri færni og þeim námsgreinum sem nýtast best. Ráð til nemenda – deila gagnlegum ráðum um nám og starfsval. Myndir og glærur – nota 2-3 myndrænar glærur með stuttum punktum til að halda athyglinni. |
Heimsókn á staðnum | Fjarfundir |
---|---|
Verndar- og öryggisstefna skólans Staðsetning skóla Bílastæði og aðkoma Tímasetning Búnaður Aðstaða í skólastofunni
| Verndar- og öryggisstefna skólans Búnaður og kerfi Prufukeyrsla Samskipti margra bekkja Fundarboð og leiðbeiningar Öryggi skjádeilingar Viðeigandi bakgrunnur Slökkva á hljóðnemum |
Stækkaðu framtíðina veitir skólum og sjálfboðaliðum þjónustu með það að markmiði að veita ungu fólki innblástur, hvatningu og skapa tækifæri til framtíðar.
Öryggi allra þátttakenda, sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmum aðstæðum, er í forgangi. Við leggjum áherslu á öruggt og styðjandi umhverfi í allri okkar starfsemi.
Undirbúningur heimsóknar
Farið yfir innihald og markmið heimsóknar með sjálfboðaliðanum fyrir fram. Yfirfarið glærur eða efni til að tryggja að það henti aldurshópnum.
Fjarfundir
Tryggið að óæskilegt efni komi ekki fram á skjánum og að þátttakendur hafi viðeigandi bakgrunn.
Kennari/náms- og starfsráðgjafi/starfsfólk til staðar
Kennari eða starfsmaður skólans skal alltaf vera til staðar og sjá til þess að enginn óviðkomandi sé viðstaddur.
Leyfi til myndatöku
Tryggið að öll nauðsynleg leyfi séu til staðar fyrir myndatökur eða upptökur.
Óviðeigandi hegðun
Bregðist strax við ef nemandi segir eitthvað óviðeigandi, á staðnum eða í spjallglugga.
Vernd persónuupplýsinga
Deilið ekki persónuupplýsingum um nemendur eða sjálfboðaliða og tryggið að miðlun upplýsinga sé örugg.
Með því að fylgja þessum atriðum tryggjum við að heimsóknirnar séu fræðandi, skemmtilegar og öruggar fyrir alla.
Þetta verkefni brýtur upp kynja-, félags- og efnahagslegar staðalímyndir með því að fá nemendur til að teikna manneskju í ákveðinni starfsgrein áður en þeir hitta sjálfboðaliða úr þeirri grein. Markmiðið er að sýna fram á að öll, óháð bakgrunni, geta unnið hvaða starf sem er, og hvetja nemendur til að hugsa út fyrir rammann um staðalímyndir og starfsval.
Veldu sjálfboðaliða sem brjóta upp staðalímyndir
Veldu sjálfboðaliða sem geta ögrað fyrir fram gefnum hugmyndum nemenda, t.d. kvenkyns byggingaverkamann eða karlkyns hjúkrunarfræðing. Fáðu upplýsingar um starf þeirra til að undirbúa nemendur.
Nemendur teikna starfsfólk
Biddu nemendur að teikna manneskju í tiltekinni starfsgrein eins og þau ímynda sér hana. Hvettu til smáatriða, t.d. um staðsetningu, búnað og klæðnað í starfinu.
Kynntu sjálfboðaliða
Eftir teikniverkefnið skaltu kynna nemendur fyrir sjálfboðaliðum í kennslustofunni eða á fjarfundi. Sjálfboðaliðarnir útskýra störf sín og sýna búnað eða einkennisbúning, sem hjálpar til við að brjóta niður staðalímyndir og víkka sjóndeildarhring nemenda.
Þessi nálgun skapar fræðandi og lifandi leið til að opna augu nemenda fyrir fjölbreyttum starfsvalkostum.
Á YouTube má finna skemmtilegt myndband frá bresku samtökunum Education and Employers um verkefnið sem heitir It‘s time to „redraw the balance“
Nemandi dregur spjald með starfsgrein úr bunka og leikur það með látbragði, án orða. Aðrir nemendur reyna að giska á starfið. Leikurinn heldur áfram þar til giskað er á rétt starf.
PDF-skjal með spjöldunum eru til útprentunar í vefgátt verkefnisins. Einnig er hægt að skoða þau hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 23.
Þessi æfing hjálpar nemendum að skoða eigin styrkleika, áskoranir, gildi og framtíðarvonir. Hún hvetur til sjálfsskoðunar, gefur tækifæri til að íhuga hvað er mikilvægt í lífinu og hvaða stefnu þeir vilja taka í framtíðinni.
PDF-skjöl fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk eru til útprentunar í vefgátt verkefnisins. Einnig er hægt að skoða þau hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 24.
Eftir umræðu um framtíðarstörf skaltu biðja nemendur um að hugleiða hvaða færni þeir þurfa að þróa til að ná markmiðum sínum. Nemendur búa til „færnistiga“, þar sem hvert þrep táknar ákveðna hæfni sem færir þá nær markmiðunum. Aðferðin hjálpar nemendum að tengja nám sitt við kröfur vinnumarkaðarins og skilja mikilvæga færni til að ná árangri.
PDF-skjal með verkefninu er til útprentunar í vefgátt verkefnisins. Einnig er hægt að skoða það hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 25.
Þetta verkefni er hægt að nota á starfskynningu eða sem heimaverkefni. Nemendur skoða starfsferil tveggja einstaklinga og skrá upplýsingar um menntun, þjálfun og starfsreynslu. Verkefnið sýnir hvernig mismunandi leiðir geta leitt að svipuðum störfum og veitir innsýn í mikilvægi menntunar og reynslu.
PDF-skjal með verkefninu er til útprentunar í vefgátt verkefnisins. Einnig er hægt að skoða það hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 26.
Nemendur teikna myndir af framtíðarstörfum á púslspjöld, sem síðan eru sett saman til að mynda fjölbreyttan starfaheim. Þeir teikna starfið, skrifa starfstitil og bæta við skemmtilegum staðreyndum til að gera myndina litríka og áhugaverða.
Undirbúningur
Lokahnykkur
Eftir heimsóknir sjálfboðaliða setja nemendur saman púsl með myndum af störfum sem þeir hafa lært um á skólaárinu.
PDF-skjal með verkefninu er til útprentunar í vefgátt verkefnisins.
Einnig er hægt að skoða það hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 27.
Skemmtilegur spurningaleikur sem hvetur nemendur til að íhuga fjölbreytt störf og vekur áhuga á mismunandi starfsgreinum. Leikurinn hjálpar til við að afhjúpa staðalímyndir og eykur skilning á starfsferlum.
Markmið: Nemendur giska á störf út frá vísbendingum, sem er ekki aðeins skemmtilegt heldur víkkar þekkingu þeirra á mismunandi störfum.
Lengd: 20-45 mínútur
Sjálfboðaliðar: 1-3
Glærur: Hægt er að hlaða niður glærunum í vefgátt verkefnisins. Einnig er hægt að skoða þær hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 28.
Hlutverk
Gestgjafi: Stjórnar leiknum og sýnir glærur. Sér einnig um þátttakendur á fjarfundi.
Aðstoðarmanneskja: Skráir punkta og stjórnar spjallglugga ef um fjarfund er að ræða.
Skref leiksins
Leikurinn tekur um 45 mínútur með 3 sjálfboðaliðum og er sveigjanlegur eftir þörfum.
Dæmi um já/nei spurningar | Dæmi um frekari spurningar |
---|---|
|
|
Skólastofuspjall er gagnvirkt verkefni þar sem nemendur fræðast um fjölbreytt störf með því að hlusta á sjálfboðaliða og spyrja spurninga. Verkefnið tengir nám þeirra við lífið utan skólastofunnar.
Lengd: 20-45 mínútur
Sjálfboðaliðar: 1-3
Skólastig: 1.-7. bekkur
Glærur: Hægt er að hlaða niður glærunum í vefgátt verkefnisins. Einnig er hægt að skoða þær hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 29.
Hlutverk
Gestgjafi: Stýrir heimsókninni, sér um tímastjórnun og hleypir inn á fjarfundi ef við á.
Aðstoðarmanneskja (valfrjálst fyrir fjarfund): Deilir skjá með glærum og stjórnar spjallglugga.
Skref
Verkefnið er sveigjanlegt eftir þörfum skólans og býður upp á einstakt tækifæri fyrir nemendur að fá innsýn í störf og framtíðarvalkosti.
Dæmi um spurningar | |
---|---|
|
|
Velkomin og kynning
Gestgjafi: Sæl öll og velkomin í „Skólastofuspjallið“. Ég heiti [X] og stýri dagskránni ásamt [nafn aðstoðarmanneskju]. Í dag ætlum við að ræða störf.
Það eru ótal möguleikar í framtíðinni; sum störf þekkið þið kannski en önnur ekki. Þið kannski vitið hvað þið viljið verða, eða kannski ekki – hvort sem er, það er allt í lagi! [Viðtal við aðstoðarmanneskju um hvað hún ætlaði að verða í grunnskóla.]
Gestgjafi: Við erum heppin að fá spennandi sjálfboðaliða í heimsókn. Sjálfboðaliðar, getið þið veifað? Hver sjálfboðaliði mun segja stuttlega frá starfi sínu, og þið krakkar fáið að spyrja spurninga á eftir.
Sjálfboðaliðar kynna sig
Gestgjafi: Sjálfboðaliði 1, kveiktu á hljóðnemanum og segðu okkur frá starfinu þínu. Þú hefur 5 mínútur.
[Sjálfboðaliði 1 segir frá sér, starfsferli, vinnudegi, skemmtilegum þáttum og áskorunum, tengir við námsgreinar.]
[Aðstoðarmanneskja deilir glærum og flettir þeim í takt við kynninguna.]
Gestgjafi: Takk fyrir kynninguna! Nú mega krakkarnir spyrja spurninga.
[Spurningar koma í gegnum spjall eða hljóðnema.]
Gestgjafi: Frábærar spurningar! Gefum [sjálfboðaliða] gott klapp. Þá skiptum við yfir til næsta sjálfboðaliða.
Endurtekið fyrir næstu sjálfboðaliða.
Þakkir og kveðjustund
Gestgjafi: Takk fyrir að koma í dag! Sjálfboðaliðar, hafið þið einhver góð ráð handa krökkunum áður en þið farið?
[Sjálfboðaliðar deila ráðum.]
Gestgjafi: Það var frábært að læra um þessi störf. Takk, [nöfn sjálfboðaliða] fyrir að gefa ykkur tíma, og takk þið krakkar fyrir góða hlustun og frábærar spurningar!
Á hraðstefnumóti fá nemendur tækifæri til að ræða við sjálfboðaliða í stuttum lotum. Nemendur snúa sér á milli sjálfboðaliða, annaðhvort í sal eða kennslustofu, þar sem þeir fá 10 mínútur til að spyrja spurninga. Hægt er að leggja áherslu á tiltekna starfsgrein eða hafa fjölbreytt úrval sjálfboðaliða.
Fáðu nemendur til að undirbúa spurningar til sjálfboðaliða fyrir fram.
Kynning
Kynntu sjálfboðaliðana og biddu þá um að segja frá starfi sínu, hvað þeim finnst skemmtilegast og hvað hvatti þá til að velja það. Biddu nemendur um að nefna það sem þau vilja læra um störfin.
Innlögn og spurningar
Lok heimsóknar
Dæmi um spurningar | |
---|---|
|
|
Að tengja störf við breytingar er mikilvægt því breytingar gefa nemendum tækifæri til að þróa lykilfærni eins og seiglu, sjálfstraust og aðlögunarhæfni. Með því að deila reynslusögum sjálfboðaliða af vinnumarkaði fá nemendur innsýn í hvernig þeir geta undirbúið sig fyrir nýjar aðstæður og hvernig þessi hæfni er nauðsynleg bæði í skóla og starfi. Fólk utan skólasamfélagsins hefur oft sterkari áhrif á nemendur en kennarar eða foreldrar, og reynslusögur þeirra hjálpa nemendum að sjá hvernig færnin nýtist til að ná árangri í framtíðinni.
Skólastig: 7. bekkur
Lengd: 1 klst.
Sjálfboðaliðar: 1-3
Glærur: Hægt er að hlaða niður glærunum í vefgátt verkefnisins. Einnig er hægt að skoða þær hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 30.
Hlutverk
Gestgjafi: Kynnir dagskrána og stýrir fundinum.
Aðstoðarmanneskja (valfrjálst fyrir fjarfund): Stýrir spjallglugga.
Skref
|
|
Ferlið er síðan endurtekið fyrir næsta sjálfboðaliða.
Lok – þakkir og ígrundun
Gestgjafi þakkar sjálfboðaliðum og biður þá um að deila ráðum fyrir nemendur sem eru að fara yfir á unglingastig. Nemendur velja eina færni sem þeir telja sinn styrkleika og annan eiginleika sem þeir vilja þróa með sér. Gestgjafi minnir nemendur á að þroski og lærdómur koma með reynslunni.
Fleiri hugmyndir
Niðurstaða
Með þessum aðferðum skapast námsumhverfi sem er fræðandi, styðjandi og hvetjandi, og hjálpar nemendum að takast á við breytingar í lífi og starfi.
Hringekjan er viðburður þar sem sjálfboðaliðar eru staðsettir í mismunandi herbergjum eða við borð, og nemendur fara á milli þeirra í litlum hópum.
Þetta form býður upp á hámarkssamskipti, spurningar og svör. Hringekjan virkar best þegar sjálfboðaliðar hafa með sér útprentaðar myndir, áþreifanlega hluti eða gagnvirkt efni sem vekur forvitni nemenda.
Til að nemendur fái sem mest út úr starfskynningum er gott að undirbúa þá fyrir fram með því að hjálpa þeim að íhuga sjálfboðaliðana sem þeir munu hitta og spurningar sem þeir vilja spyrja.
Innsýn í starfsgreinina
Útbúið spurningar
Nemendur hugsa um þrjár spurningar sem þeir vilja spyrja sjálfboðaliðann um starf hans. Fáið ágrip frá sjálfboðaliðum til að auðvelda undirbúning.
icould.com
Skoðið myndbönd á icould.com um störf í geiranum. Finna nemendur störf sem þeir höfðu ekki heyrt um áður?
Atvinnuleit
Hugsið um áhugaverð störf og notið icould.com til að skoða starfslýsingar og upplýsingar.
Hæfileikar mínir
Vinnið í pörum til að greina hvaða færni/eiginleikar eru mikilvægir fyrir starfið. Hafa nemendur þessa færni/eiginleika og hvernig geta þeir þróað þá?
Nemendur skrá hjá sér
Heimsóknir, hvort sem þær eru á staðnum eða í gegnum netið, byrja á því að sjálfboðaliði kynnir starfsferil sinn og svarar spurningum nemenda. Þú getur lagt áherslu á ákveðna starfsgrein eða blandaðan hóp sjálfboðaliða úr ýmsum greinum. Nemendur eru hvattir til að undirbúa spurningar fyrir fram.
Lengd: 40-60 mínútur
Sjálfboðaliðar: 1-3
Glærur: Hægt er að hlaða niður glærum sem fylgja þessu verkefni í vefgátt verkefnisins. Einnig er hægt að skoða þær hér í viðauka þessarar handbókar á bls. 23-24.
Skref
Endurtaktu fyrir eins marga sjálfboðaliða og þið viljið.
Lok heimsóknar
Á hraðstefnumóti fá nemendur tækifæri til að ræða við sjálfboðaliða í stuttum lotum. Nemendur snúa sér á milli sjálfboðaliða, annaðhvort í sal eða kennslustofu, og fá 10 mínútur til að spyrja spurninga. Hægt er að leggja áherslu á tiltekna starfsgrein eða hafa fjölbreytt úrval sjálfboðaliða.
Fáðu nemendur til að undirbúa spurningar til að spyrja sjálfboðaliða fyrir fram.
Kynning
Kynntu sjálfboðaliðana og biddu þá að segja frá starfi sínu, hvað þeim finnst skemmtilegast og hvað hvatti þá til að velja það. Biddu nemendur að nefna hvað þau vilja læra um störfin.
Innlögn og spurningar
Lok heimsóknar
Dæmi um spurningar | |
---|---|
|
|
Nemendur æfa sig í atvinnuviðtali með því að ræða við atvinnurekendur/sjálfboðaliða. Viðtölin fara fram í sal eða skólastofu, þar sem sjálfboðaliðar taka viðtöl við nemendur og veita þeim uppbyggilega endurgjöf.
Undirbúningur
Nemendur undirbúa sig fyrir viðtalið með því að rannsaka starfið og undirbúa spurningar fyrir sjálfboðaliðann. Nemendur geta notað icould.com til að skoða starfslýsingar og upplýsingar.
Punktar til að hafa í huga:
Kynning
Innlögn og viðtöl
Stilltu upp nemanda með hverjum sjálfboðaliða til 10-20 mínútna viðtals. Gefðu sjálfboðaliðanum 5 mínútur til að veita uppbyggilega endurgjöf.
Dæmi um spurningar | Dæmi um endurgjöf |
---|---|
|
|
Róteraðu á milli nemenda þannig að allir fái tækifæri til viðtals.
Lok heimsóknar
Nemandi fær leiðbeinanda sem starfar við það sem nemandinn hefur mestan áhuga á. Leiðbeinandinn veitir innsýn í starfið og framtíðarmöguleika nemandans. Þeir hittast nokkrum sinnum á skólaárinu, annaðhvort í eigin persónu eða á netinu.
Undirbúningur
Fundir
Nemendur þurfa að muna að hafa með sér blað og skriffæri á hvern fund til þess að skrá:
Nemandi kynnist leiðbeinandanum
Fundir með leiðbeinandanum (20-40 mínútur)
Ígrundun og eftirfylgni
Skemmtilegur gagnvirkur spurningaleikur sem veitir nemendum innsýn í ólík störf og ögrar staðalímyndum. Leikinn má framkvæma bæði á staðnum og á netinu.
Lengd: 20-45 mínútur
Sjálfboðaliðar: 1-3
Hlutverk
Gestgjafi (kennarinn) leiðir leikinn, kynnir sjálfboðaliðana og stýrir spurningatíma.
Aðstoðarmanneskja (skólastarfsmaður eða nemandi) skráir svör við já/nei spurningum og rifjar þau upp áður en nemendur giska á starf sjálfboðaliðans.
Skref
Aðlagið leikinn að þörfum skólans.
Eftirfylgni/heimaverkefni
Nemendur skoða icould.com og leita að störfunum sem þau lærðu um í leiknum. Þar geta þeir horft á myndbönd og fundið helstu upplýsingar um störfin.
Dæmi um já/nei spurningar | Dæmi um frekari spurningar |
---|---|
|
|
Velkomin og kynning
Gestgjafi: Velkomin í „Getu starfið!“ Ég heiti [nafn] og stýri leiknum ásamt [nafn aðstoðarmanneskju]. Það eru ótal störf sem þið getið valið úr í framtíðinni, og sum ykkar vita jafnvel hvað þið viljið verða!
[Aðstoðarmanneskja spyr:] Manstu hvað þú ætlaðir að verða þegar þú varst yngri? [Gestgjafi og aðstoðarmanneskja deila reynslu sinni.]
Gestgjafi: Nú förum við í spennandi spurningaleik til að kynnast ólíkum störfum! Við erum svo heppin að hafa X sjálfboðaliða með okkur í dag sem vinna við spennandi störf. Þið fáið að spyrja já/nei spurninga, þar sem sjálfboðaliðarnir mega aðeins svara með „já“ eða „nei“. Smátt og smátt munuð þið reyna að átta ykkur á starfinu. Þegar spurningunum lýkur fáið þið að giska á starfið.
[Aðstoðarmanneskja gefur dæmi um já/nei spurningar.] Kennarar, vinsamlegast skrifið spurningar nemenda í spjallgluggann eða leyfið nemendum að lesa þær upp.
Leikurinn
Gestgjafi: Við fáum 10-20 spurningar, tvær frá hverjum bekk. Skráið svörin niður.
Aðstoðarmanneskja gerir samantekt á svörum og spyr nemendur hvort þeir geti giskað á starfið. Ef ekkert rétt svar kemur, má spyrja fleiri spurninga. Nemendur mega einnig spyrja frekari spurninga til að kynnast starfinu betur.
Endurtakið ferlið fyrir aðra sjálfboðaliða.
Kveðjustund
Gestgjafi: Nú er komið að lokum þessa leiks! Það hefur verið frábært að kynnast sjálfboðaliðunum okkar og læra um störf þeirra. Þakka ykkur kærlega fyrir að gefa ykkur tíma til að vera með okkur í dag, og takk krakkar fyrir flottar spurningar og fyrir að hlusta vel!
Hvettu nemendur til að gefa sjálfboðaliðanum uppbyggilega endurgjöf áður en hann fer. Þetta er góð leið til að sýna hvað þau lærðu af heimsókninni.
Bæði nemendur og starfsfólk þakka sjálfboðaliðanum kærlega fyrir komuna.
Eftirfylgni: Hafðu samband við sjálfboðaliðann eftir heimsóknina og þakkaðu honum fyrir að gefa sér tíma og deila reynslu sinni. Nefndu jafnvel eitthvað af endurgjöf nemenda og hvað þau lærðu.
Bréf frá nemendum
Nemendur geta skrifað sjálfboðaliðanum bréf þar sem þeir:
Endurgjöf til sjálfboðaliða
Spurðu sjálfboðaliðann hvort hann hefði áhuga á að fá umsögn um hvernig heimsóknin gekk, hvað fór vel og hvað mætti bæta. Þetta gæti verið gagnlegt til að hvetja aðra til þátttöku og til að tryggja að sjálfboðaliðinn taki þátt aftur.
Sum ungmenni þurfa fyrirmynd sem þau geta tengt við, eins og einhvern úr nærsamfélaginu eða af sama uppruna eða kyni. Önnur vilja kynnast störfum sem þau höfðu ekki hugmynd um eða störfum sem tengjast áhugamálum þeirra. Heimsóknir sjálfboðaliða úr ólíkum starfsgreinum opna nemendum nýja möguleika á vinnumarkaði.
Sjálfboðaliðar lífga upp á námið með reynslusögum sem veita nemendum innblástur, auka seiglu, sjálfstraust og sjálfstæði, og víkka framtíðarsýn þeirra.
Rannsóknir sýna að starfskynningar hafa jákvæð áhrif á nemendur. Þær ögra staðalímyndum, víkka sjóndeildarhringinn og hvetja ungmenni til að fylgja áhugasviði sínu. Þessi aukni áhugi og sjálfstraust leiðir til minni brottfalls og aukinnar skuldbindingar til náms.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is