Stækkaðu framtíðina er fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Það felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir og kynna störf sín, bakgrunn og segja frá því hvernig nám þeirra hefur nýst þeim.
Markmið verkefnisins er að opna augu nemenda fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi.
Að eiga sér drauma og framtíðarsýn hjálpar ungmennum að sjá virði í því sem þau eru að læra, og það eykur ánægju þeirra og seiglu í námi.
Það er einfalt að skrá sig í gáttina okkar. Með nýstárlegri tækni geta kennarar, náms- og starfsráðgjafar og aðrir starfsmenn skólanna tengst sjálfboðaliðum um land allt. Eftir skráningu er auðvelt að finna sjálfboðaliða og skipuleggja heimsókn, hvort sem hún er á staðnum eða á netinu.
Skólarnir fá einnig aðgang að stuðningsefni eins og undirbúningspunktum, kennsluáætlunum og verkefnablöðum, sem gera heimsóknina bæði fræðandi og skemmtilega.
Sum ungmenni þurfa fyrirmynd sem þau geta tengt við, eins og einhvern úr nærsamfélaginu eða af sama uppruna eða kyni. Önnur vilja kynnast störfum sem þau höfðu ekki hugmynd um eða störfum sem tengjast áhugamálum þeirra. Heimsóknir sjálfboðaliða úr ólíkum starfsgreinum opna nemendum nýja möguleika á vinnumarkaði.
Sjálfboðaliðar lífga upp á námið með reynslusögum sem veita nemendum innblástur, auka seiglu, sjálfstraust og sjálfstæði, og víkka framtíðarsýn þeirra.
Rannsóknir sýna að starfskynningar hafa jákvæð áhrif á nemendur. Þær ögra staðalímyndum, víkka sjóndeildarhringinn og hvetja ungmenni til að fylgja áhugasviði sínu. Þessi aukni áhugi og sjálfstraust leiðir til minni brottfalls og aukinnar skuldbindingar til náms.
Nýmennt – Menntavísindasvið Háskóla Íslands
v/Stakkahlíð
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar: Ragna Skinner
info@staekkaduframtidina.is